Vonin okkar byrjar vel en hún er undan Fjarka frá Breiðholti og Andvaradótturinni Venus frá Ey I. Hún er ræktuð af vinum okkar, þeim Gunnari og Berglindi á Ey I en hefur verið í okkar eigu síðan hún var folald. Von er algjör snilldarhryssa - næmi klárhryssa með feikna hreyfingu og einhvern x-factor. Hún er ung að aldri, á fimmta vetur en mikið þroskuð og flott. Skvísan er í þjálfun hjá Bylgju Gauks og þær stöllur flottar saman.