Bjarki Freyr fékk Boða okkar frá Sauðárkróki lánaðan í úrtöku Fáks fyrir Landsmót, það gekk prýðilega og tryggðu þeir sér þátttökurétt. Gaman að segja frá því að Bjarki prufaði Boða bara einu sinni og skellti sér síðan í unglingaflokkinn á Hvítasunnumót Fáks. Þeir félagar hlutu 8.32 sem er flott einkunn en þeir lentu í "dauða" sætinu og komust því ekki í úrslit. En það verður gaman að fylgjast með þeim á Landsmóti í Skagafirði þegar þeir hafa slípað sig saman og kynnst betur!
Bjarki Freyr og Boði á Hvítasunnumóti Fáks 2011..
Bjarki Freyr og Boði á Hvítasunnumóti Fáks 2011..