Það má með sönnu segja að hún Askja okkar eigi sérstakan sess hjá okkur. Alveg ótrúleg hryssa sem gaman hefur verið að fylgjast með síðustu árin, hún er nú samt ekki nema sex vetra gömul ;) Fyrir þá sem ekki vita er hún undan henni Elju okkar frá Þingeyrum (8.04) og Akk frá Brautarholti Galsasyni. Á nýafstöðnu landsmóti á Hellu hlaut hún 8.72 fyrir hæfileika þar af 9 fyrir tölt, hægt tölt, skeið og 9.5 fyrir vilja/geðslag. Áður hafði hún fengið 9.5 fyrir skeið sem hún stendur vel undir. Það var Sigurður Vignir bróðir Davíð sem sýndi Öskju snilldarlega að þessu sinni.
Þetta var nú ekki fyrsta ferð Öskju á Landsmót því að hún var einnig á LM2012 í Reykjavík þá þjálfuð og sýnd af Bylgju Gauksdóttur - þar hlaut hún 9 fyrir skeið en 8.5 fyrir tölt og fleiri þætti aðeins 4 vetra gömul. Bylgja sá um tamningu/þjálfun á Öskju fyrstu tvö árin og gerði það að mikilli natni eins og henni er einni lagið.
Þetta var nú ekki fyrsta ferð Öskju á Landsmót því að hún var einnig á LM2012 í Reykjavík þá þjálfuð og sýnd af Bylgju Gauksdóttur - þar hlaut hún 9 fyrir skeið en 8.5 fyrir tölt og fleiri þætti aðeins 4 vetra gömul. Bylgja sá um tamningu/þjálfun á Öskju fyrstu tvö árin og gerði það að mikilli natni eins og henni er einni lagið.
Nú er komið að því að Askja fari í "frí" og fari að leggja sitt til í hrossaræktina hjá okkur á Eylandi en hún er fylfull við gæðingnum Ölni frá Akranesi. Það er nú dálítið tregablandið að setja þessa hryssu í ræktun enda á hún enn töluvert inni og gæti einnig sómað sér vel á keppnisvellinum.. þá er ekki minnst á það hversu gaman er að hafa snilling sem hana í hesthúsinu en Davíð hefur í ófá skipti komið heim í vetur og vor orðlaus yfir uppáhaldsbrúnku. En nú taka skemmtilegri verkefni við hjá Öskju og vonandi á hún eftir að arfleiða afkvæmi sín smá af sínum kostum - þá verður gaman! :)