Askja frá Mykjunesi í mars 2012
Askja er ein af tryppunum okkar á fjórða vetur. Hún er yfirveguð en kraftmikil og með alla fimm gírana í lagi. Byrjar mjög vel sína tamningu. Hún er undan Galsasyninum Akk frá Brautarholti og Elju frá Þingeyrum.Við erum töluvert spennt fyrir þessu tryppi og það verður gaman að sjá þróunina í henni á næstu mánuðum.