Askja á flugi..!
Askja frá Mykjunesi II stóð sig frábærlega á nýafstöðnu Landsmóti í Reykjavík. Askja hlaut 8.20 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8.08 aðeins fjögurra vetra gömul. Askja var sýnd snilldalega af Bylgju Gauksdóttur og nældu þær stöllur sér í 9 fyrir skeið og 8.5 fyrir tölt ásamt vilja/geðslagi. Askja endaði 11ta í gríðar sterkum fjögurra vetra flokki hryssna. Askja er fyrsta hrossið úr okkar ræktun sem fer í fullnaðadóm og var afraksturinn langtum betri en við nokkurn tímann þorðum að vona. :) Askja er undan fallna gæðingnum Akk frá Brautarholti og Elju frá Þingeyrum.