
Jæja, annað folald mætt á svæðið! Það var Hnáta frá Hábæ (8.18) sem kom með brúna hryssu undan meistara Stála frá Kjarri. Hrikalega gaman að fá hryssu undan henni Hnátu en hennar fyrstu þrjú afkvæmi voru hestar ;) Hún er fíngerð og flott sú stutta. Afkvæmi Hnátu eru skemmtileg og forvitin, þessi var ekkert öðruvísi, kom og heilsaði upp á okkur!