Fjarkadóttirin Gjöf frá Ey I
Nú eru frumtamningar haustsins búnar að mestu leyti og línurnar að skýrast hvaða tryppi hafa styrk og þroska í það að halda áfram sinni tamningu og þjálfun næsta vetur. Þær Vigdís Matt og Bylgja Gauks hjálpuðu okkur með frumtamningarnar í haust og vönduðu til verks eins og er við að búast af þeim! Nokkur prýðis tryppi eru í hópnum sem mikil eftirvænting er að sjá hvernig þróast í vetur. Í heildina verða fimm unghross á fjórða vetur á járnum í vetur.
Fyrstar eru tvær dætur Fjarka frá Breiðholti, þær Gjöf og Von frá Ey I. Þær eru ólíkar en báðar efnishryssur en þær eru næmar og kjarkaðar. Einnig er góð hreyfing í þeim og mikill gangur. Við myndum klárlega nota Fjarka ef hann væri ekki farinn af landinu en hann er undan heiðursverðlauna stóðhestinum Þristi frá Feti og gæðingshryssunni Hrund frá Torfunesi sem gerir hann sammæðra Landsmótssigurveguranum Dögg frá Breiðholti.
Síðan eru það þrjú stóðhestsefni og fyrstan má nefna Glað frá Mykjunesi I en hann er undan Gaum frá Auðsholtshjáleigu og Elju frá Þingeyrum en það gerir hann litla bróður hennar Öskju okkar! Spennandi foli með miklar hreyfingar og lausan gang. Síðan eru það þeir Hattur og Voði frá Eylandi en meira um þá seinna.
Fyrstar eru tvær dætur Fjarka frá Breiðholti, þær Gjöf og Von frá Ey I. Þær eru ólíkar en báðar efnishryssur en þær eru næmar og kjarkaðar. Einnig er góð hreyfing í þeim og mikill gangur. Við myndum klárlega nota Fjarka ef hann væri ekki farinn af landinu en hann er undan heiðursverðlauna stóðhestinum Þristi frá Feti og gæðingshryssunni Hrund frá Torfunesi sem gerir hann sammæðra Landsmótssigurveguranum Dögg frá Breiðholti.
Síðan eru það þrjú stóðhestsefni og fyrstan má nefna Glað frá Mykjunesi I en hann er undan Gaum frá Auðsholtshjáleigu og Elju frá Þingeyrum en það gerir hann litla bróður hennar Öskju okkar! Spennandi foli með miklar hreyfingar og lausan gang. Síðan eru það þeir Hattur og Voði frá Eylandi en meira um þá seinna.